föstudagur, 8. febrúar 2008

Stórflutningur

Já það er ekki bara flutningur á bloggi þessa dagana, því eftir hádegi stefnum við Elín á að ryðja okkur leið yfir Reykjanesbrautina og skrifa undir eitt stykki leigusamning á brjálaðri höll upp á Vallarheiði, nánar tiltekið 123 fermetra íbúð á Stúdentagörðunum á Keili.

Ég get ekki annað sagt en að ég sé í skýjunum yfir þessu, enda enginn smá smíði þessi íbúð.
Svo yndislegt þegar allar áætlanir ganga upp hjá manni.

Svo nú er bara að taka skólann með trompi þegar allir hlutir eru komnir á sinn stað. LOLið er of erfitt til að maður sé eitthvað að slæpast.

Já og btw, ef það er einhver sem er orðinn dauðþreyttur á kreisí leigu í bænum, er hress, skemmtilegur og reyklaus, þá er honum velkomið að skoða þann möguleika að taka þriðja herbergið hjá okkur. Það er alveg óþarfi að hugsa ,,nei það er alltof langt að keyra á milli! og sérstaklega í þessu veðri" En kommon, þetta er ekki neitt. Elín sys hefur keyrt nánast upp á dag á milli Selfoss og Reykjavíkur í allra veðrafjanda og enn er hún á lífi. Þetta eru bara 20 mínútur.

Jæja hætt þessu rausi og farin að vinna

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha! found you!